Það er hægt að fara margar leiðir þegar eldhús og hönnun þeirra er annars vegar. Hér sést hvernig hægt er að búa til stemningu á hráum grunni. Gólfin eru flotuð og lökkuð og innréttingin úr burstuðu stáli eins og oft tíðkast í verksmiðjueldhúsum. Þrátt fyrir það er mikill sjarmi yfir þessu eldhúsi. Eyjan er sérstaklega skemmtileg en hún er höfð á tveimur hæðum svo bæði er hægt að nota hana sem vinnuborð og hefðbundið eldhúsborð.
Flísarnar fyrir ofan eldhúsinnréttinguna koma með hlýju inn í eldhúsið og það gera líka loftljósin sem hanga úr loftinu. Eames-stólarnir njóta sín vel við borðið og líka Model A frá Tolix.
Til að loka hringnum má benda á Chesterfield-sófann sem prýðir stofuna. Hann er hrein dásemd.