Púðar Ragnheiðar Aspar í sigurför

Nodknot púðinn er til í ýmsum litum.
Nodknot púðinn er til í ýmsum litum.

Nodknot eru púðar sem Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður á heiðurinn að en form púðanna þykir einstakt og hefur vakið mikla eftirtekt en þá eru þeir í afar skemmtilegum litum. 

Hönnunartímarit um allan heim hafa undanfarið birt myndir af púðunum. Má þar nefna Bo Bedre, Curve magazine í Líbanon, Marie Claire Maison franska, Object of Desire í Dubai og ástralska tímaritið Frankie. Þá hafa bloggsíður svo sem DesignMilk og Urban Outfitters skrifað um þessa skemmtilegu hönnun. Ragnheiður Ösp hannar undir merkinu Umemi og þar er margt fleira en púðana að finna, húsgögn og fígúrur til að mynda. 

Væntanleg er umfjöllun um Nodknot púðana í úkraínska Elle að sögn Ragnheiðar Aspar

Rodknot passar vel við nútímalegar innréttingar sem og í meira …
Rodknot passar vel við nútímalegar innréttingar sem og í meira gamaldags umhverfi.
Mynd sem birst hefur í erlendum tímaritum.
Mynd sem birst hefur í erlendum tímaritum. Ljósmyndir/Rakel Ósk Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda