„Ætli ég hafi ekki verið í litakasti“

Ragna Ingimundardóttir leirlistakona.
Ragna Ingimundardóttir leirlistakona. mbl.is/Golli

Sýningin Handverk og hönnun verður opnuð í Ráhúsi Reykjavíkur í dag. Leirlistakonan Ragna Ingimundardóttir er ein af þeim sem sýna á sýningunni. Hún er þekkt fyrir fallega vasa og skálar úr leir en nú bregður hún á leik og sýnir splunkuný brauðbretti og brauðplatta sem hún lét framleiða fyrir sig í Svíþjóð. „Svona brauðplattar voru mikið notaðir í gamla daga bæði hérlendis og í Skandínavíu. Ég hef verið sérstaklega hrifin af brauðbrettum með þessari áferð í mörg ár og þegar ég fann framleiðanda sem gat gert þetta eftir mínum teikningum ákvað ég að slá til,“ segir Ragna.

Plattarnir eru úr mdf og krossviði sem klæddur er með formica-borðplötuefni. Það má því skera brauð á brauðbrettunum án þess að þau láti á sjá. Brettin og plattarnir eru skreytt fjórum mismunandi myndum eftir Rögnu. Myndirnar eru samskonar og hún málar á skálarnar og vasana en áferðin verður allt önnur þegar búið er að þrykkja myndunum á plastefnið.

„Teikningarnar verða miklu skærari í brettunum en á vösunum. Ætli ég hafi ekki verið í litakasti þegar ég málaði myndirnar því þær eru svo litaglaðar,“ segir Ragna.

Sýningin Handverk og hönnun verður opin fram á mánudag.

Plattar eftir Rögnu Ingimundardóttur leirlistakonu.
Plattar eftir Rögnu Ingimundardóttur leirlistakonu. mbl.is/Golli
Brauðbretti eftir Rögnu Ingimundardóttur.
Brauðbretti eftir Rögnu Ingimundardóttur. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda