932 fm hús á Sunnuflöt

Sunnuflöt 48.
Sunnuflöt 48.

Við Sunnu­flöt 48 í Garðabæ stend­ur fok­helt 932 fm ein­býli sem nú er komið á sölu. Húsið fæst á 93 millj­ón­ir en það er afar vel staðsett, al­veg við hraunið. Íris Björk Tanya Jóns­dótt­ir, sem oft hef­ur verið kennd við Úðafoss, hóf bygg­ingu þess árið 2006 en ári síðar keyptu Arn­ar Sölva­son og Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir húsið. Nú er það í eigu Lands­bank­ans.

Sam­kvæmt samþykkt­um teikn­ing­um skipt­ist efri hæðin í and­dyri, gesta­sal­erni, for­rými, eld­hús, borðstofu, stofu með arni, sjón­varps­stofu, hjóna­her­bergi með baðher­bergi, fata­her­bergi, baðher­bergi, tvö her­bergi, skrif­stofu, þvotta­her­bergi og bíl­skúr.
Neðri hæðin skipt­ist í her­bergi, fata­her­bergi, baðher­bergi, tóm­stunda­her­bergi, vínkjall­ara, for­rými, lagna­rými, fit­n­ess, baðrými með sund­laug og heit­um potti, bún­ings­her­bergi með sal­erni, sturt­um, köld­um potti og gufubaði.
Gert er ráð fyr­ir lyftu á milli efri og neðri hæðar.

Lóðin er 1.590 fm að stærð og er öll af­girt með steypu­virki og gert ráð fyr­ir sjálf­virkri lok­un inn á bíla­stæði.

HÉR er hægt að skoða það nán­ar.

Sunnuflöt 48.
Sunnu­flöt 48.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda