Hvert einasta skáknörd á varla í erfiðleikum með að falla fyrir þessu óvenjulega taflborði, eða það er að segja - skákmönnunum sjálfum, sem eru bókstafir - þar sem K stendur fyrir konunginn og svo framvegis.
Hönnunarteymið sem stendur að baki þessari snilldarhönnun kallast Hat Trick Design en fyrirmyndin að formi taflmannanna er þekkt leturgerð; svokölluð Chamipin Gothith og eru stafirnir skornir með leysigeisla.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband um skákborðið.