Gamla heimili Steinunnar Ólínu fæst á 89 milljónir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson áttu húsið við …
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson áttu húsið við Suðurgötu 6 á árunum 2003-2005. Ljósmynd/Samsett

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og leikarinn Stefán Karl Stefánsson festu kaup á Suðurgötu 6 árið 2003 og seldu húsið aftur 2005. Vala Matt í Innlit/Útlit fylgdist með hjónunum þegar þau tóku garðinn í gegn og smíðaði Stefán Karl sjálfur risastóra verönd sem prýðir bakgarð hússins með heitum potti og öllu. 

Húsið stendur á besta stað í hjarta Reykjavíkur og er það 235 fm. Í húsinu eru 7 herbergi, stórt eldhús og flottar stofur. Húsið var byggt 1898 en síðan þá hefur verið byggt við það og það endurnýjað. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Eldhúsið í Suðurgöt 6.
Eldhúsið í Suðurgöt 6.
Í eldhúsinu er glæsilegur háfur.
Í eldhúsinu er glæsilegur háfur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda