Lesendur Smartlands hafa á árinu lesið ófáar fasteignafréttirnar á vefnum, innlendar og erlendar. Áhugi fyrir heimilum og hönnun er mikill, hvort sem um er að ræða eignir sem eru til sölu, hafa verið gerðar upp, hvaða spennandi húsgögn eru nýkomin í framleiðslu og allt sem tengist því sem stendur hverjum manni næst; heimilinu. Það kemur ekki á óvart að fasteignafréttir njóti vinsælda. Má nefna að einn stærsti fréttamiðill Bretlands; Telegraph, er með sérsvæði sérstaklega helgað fréttum af heimili og hönnun þar sem blaðamenn fylgjast með því hvaða spennandi fasteignir eru til sölu í Bretlandi sem og um allan heim.
Hér gefur að líta lista yfir nokkrar vinsælustu fasteignafréttir Smartlands í ár:
- Einbýlishús leikkonunnar Þórunnar Ernu Clausen á sunnanverðu Arnarnesi fór á sölu í sumar og vakti fréttin mikla athygli. Húsið var byggt árið 1972.
- Einbýlishús Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur við Óðinsgötu 5 í Reykjavík fór á sölu í nóvember.
- Friðrika Hjördís Geirsdóttir kom sér fyrir á nýju heimili í október.
- Í byrjun árs 2012 var 372 fermetra fasteign í Garðabæ, við Brekkuás, sett á sölu en ásett verð var 149 milljónir.
- Einbýlishús á Bakkaflöt í Garðabæ, í eigu hjónanna Birgittu Haukdal söngkonu og Benedikts Einarssonar lögmanns, var auglýst til leigu í sumar þegar eigendur fluttu til Barcelona ásamt syni sínum.
- Garðabær veitti viðurkenningar fyrir vel heppnaðar íbúðalóðir í bænum í sumar. Hólmfríður Karlsdóttir, var ein þeirra sem tóku við viðurkenningu.
- Smáragata 7 er eitt þekktasta íbúðarhús sem Gunnlaugur Halldórsson arkitekt teiknaði á ævi sinni. Í apríl á þessu ári var húsið sett á sölu og nokkrum vikum síðar var það selt.
- Í haust rak Smartland nefið inn í eldhúsið hjá hjónunum Bjarna Benediktssyni og Þóru Margréti Baldvinsdóttur.
- Sögufrægt hús í Suðurgötu sem leikarahjónin Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson festu kaup á árið 2003 og seldu 2005 var sett á sölu í nóvember.
- Þegar Katie Holmes óskaði eftir skilnaði við Tom Cruise var hún búin að leigja sér leyniíbúð í New York.
Eldhúsið í einbýlishúsi Þórunnar Ernu Clausen sem fór á sölu í sumar.
Húsið við Brekkuás.
mbl.is/Eignarmiðlun
Smáragata 7 að utan.
Ljósmynd/Eignamiðlun
Stofan hjá Birgittu Haukdal.
Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn