Flottheit ársins 2012

Nodknot púðinn er til í ýmsum litum.
Nodknot púðinn er til í ýmsum litum.

Fagra hluti, muni og efni til heimilisins úr fórum íslenskra og erlendra hönnuða sem og einstakra framleiðslufyrirtækja rak á fjörur Smartlands á árinu. Hér gefur að líta brot af því besta:

  • Fjallað var um sérsniðið gólfefni sem Bolefloor framleiðir en það er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að verksmiðjuframleiða gólfefni sem fylgir náttúrulegu línunum sem eru í trjám.
  • Óvenjulegt taflborð, þar sem taflmenn eru bókstafir - þar sem K stendur fyrir konunginn og svo framvegis er hönnun snillinga hjá Hat Trick Design.
  • Ragnheiður Tryggvadóttir vöruhönnuður hefur vakið athygli fyrir frumlega hönnun en hún sýndi á nýliðnum Hönnunarmars línu eldhúsáhalda úr birkikrossvið, tágum og sísalsnæri. Ragnheiður vinnur nú að frekari útfærslu áhaldanna og framleiðslu þeirra hér á landi og er von á þeim á markað áður en langt um líður. 
  • Nodknot eru púðar sem Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður á heiðurinn af en form púðanna þykir einstakt og hefur vakið mikla eftirtekt en þá eru þeir í afar skemmtilegum litum. Hönnunartímarit um allan heim hafa undanfarið birt myndir af púðunum.
  • 100 ár fæðingarafmælis danska hönnuðarins Finns Juhl var minnst í ár. Finn Juhl var menntaður í húsagerðarlist en einbeitti sér þó fyrst og fremst að húsgögnum. Juhl, ásamt Arne Jacobsen, Poul Kjærholm og fleirum, er sagður hafa mótað þá stefnu sem nefnist Danish Modern.
  • Hausttískan í ár einkenndist af risastórum ljósakrónum, spænskum áhrifum og „verksmiðjulegu útliti“ heimila.
  • Dottir & Sonur héldu áfram að gera góða hluti en á heimasíðu H&M í sumar sást að ljós frá þeim var þar notað í stílíseringu. Dottir & Sonur er hönnunarfyrirtæki í eigu Íslendinganna og hjónanna Tinnu Pétursdóttur og Ingva Guðmundssonar. Vorið 2012 í heimilistískunni var skemmtileg blanda af dökkum við og ljósum við, gulli og sjötta áratugnum.
  • Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir og grafíski hönnuðurinn Anna Margrét Sigurðardóttir hugsuðu um jafnrétti og vinskap þegar þær hönnuðu veggfóður og prentlistaverk þar sem svanurinn nýtur sín í allri sinni dýrð.
  • IKEA PS, lína af hönnunarvörum, vakti athygli í ár sem endranær en hún kemur út á nokkurra ára fresti. Hönnuðir IKEA PS 2012 voru beðnir að sækja sér innblástur í 60 ára sögu IKEA og tókst frábærlega til með verkefnið.

Eldhúsáhald eftir Ragnheiði Tryggvadóttur.
Eldhúsáhald eftir Ragnheiði Tryggvadóttur.
Höfðingjastólinn hannaði Finn Juhl árið 1949 en 100 ár voru …
Höfðingjastólinn hannaði Finn Juhl árið 1949 en 100 ár voru liðin frá fæðingu hönnuðarins í ár.
Svanurinn í veggfóðri, bróderíi og úr svampi og gæru.
Svanurinn í veggfóðri, bróderíi og úr svampi og gæru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda