Einar Bárðarson og eiginkona hans, Áslaug Thelma Einarsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Húsið er 226 fm og byggt 2006. Hátt er til lofts í húsinu og var mikill metnaður lagður í lýsingu og gólfhitakerfi.
Eldhúsið er opið inn í stofu og skartar það hvítri sprautulakkaðri innréttingu frá HTH. Borðplatan er úr Corian efni. Á gólfunum er dökkt parket úr hnotu.
Einar var ráðinn forstöðumaður Höfuðborgarstofu í lok síðasta árs og mun hann flytja til borgarinnar ásamt fjölskyldu sinni á næstunni.