Færustu naglafræðinga landsins sýndu sköpunarverk sín á naglakeppni sem fram fór í dag.
Það var Fashion Academy Reykjavík, L’Oréal og Magnetic sem stóðu fyrir keppninni. Gestum og gangandi var boðið að fylgjast með keppninni og sjá færustu naglafræðinga landsins töfra fram sköpunarverk sín.
Þema keppninnar er High fashion. Keppnin er tvískipt að þessu sinni: Annars vegar Fantasíu meistaramót íslenskra naglafræðinga og svo hinsvegar L’Oréal naglafilmu keppni nagla- og snyrtifræðinga.
Dæmt var eftir heildarútliti þ.e. neglur, förðun, hár og búningar og hvernig það fellur að þema keppninnar. Þannig að það er ekki bara neglurnar sem fá að njóta sín, heldur útlitið í heild sinni.