Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar hefur sett íbúð sína við Nesveg í Reykjavík á sölu. Íbúðin er Reykjavíkurmegin á Nesveginum og er 111 fm að stærð. Margoft hafa birst myndir af íbúðinni í íslenskum hönnunarsjónvarpsþáttum og hönnunarblöðum en Guðmundur býr þar ásamt eiginkonu sinni, Alexíu Björgu Jóhannesdóttur leikkonu.
Húsið var byggt 1955 og er íbúðin með svölum sem snúa í suður. Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting í anda sjötta áratugarins. Innréttingin er hvítlökkuð og afar Mad Men-leg.