Helga í Víði er eigandi hússins

Helga Gísladóttir er skráður eigandi Hrólfsskálavarar 1 á Seltjarnarnesi.
Helga Gísladóttir er skráður eigandi Hrólfsskálavarar 1 á Seltjarnarnesi.

Helga Gísladóttir, eiginkona Eiríks Sigurðssonar í Víði sem oft er kenndur 10-11, er skráður eigandi Hrólfsskálavarar 2 á Seltjarnarnesi, sem er eitt dýrasta hús landsins. Húsið, sem er 572 fm að stærð, er ekki bara dýrt heldur þykir hönnun þess framúrskarandi.

Arkitektar hússins eru Steve Christer og Margrét Harðardóttir á Studio Granda en verk þeirra eru löngu orðin landsþekkt. Þau hafa sópað að sér hönnunarverðlaunum til dæmis fyrir hönnun Ráðhúss Reykjavíkur, Hæstarétt Íslands og Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur.

Samkvæmt Fasteignaskrá er Helga eigandi hússins en samkvæmt upplýsingum þaðan hefur húsið verið í hennar eigu síðan 2009.

Þótt verðmiðinn sé hár á húsinu er það ekki fullbúið heldur tilbúið undir tréverk. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á sjávarlóð á þessum eftirsótta stað á Seltjarnarnesi. Búið er að ganga frá lóðinni að utan en þar er meðal annars heitur pottur, gufubaðstofa og fleira sem nútímafólk með kröfur þarf að hafa.

Hjónin Helga og Eiríkur hafa ekki búið í hálfkláruðu húsinu heldur halda þau heimili að Valhúsabraut sem einnig er á Seltjarnarnesi. Helga er ein skráð fyrir húsinu á Valhúsabraut en hjónin hafa búið þar frá upphafi eða síðan húsið var byggt 1996.

Í byrjun árs var Eiríkur ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur sínar um 800 milljónir og fór saksóknari fram á að endurskoðandi hans yrði sviptur leyfinu. Um er að ræða tekjur hans frá árinu 2007 og talið að hann hafi komist hjá því að greiða 81,3 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Ekki er búið að dæma í málinu.

Eiríkur Sigurðsson árið 2001.
Eiríkur Sigurðsson árið 2001. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda