Róbert Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, var í gær skipaður dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Valnefnd þingsins mat Róbert hæfastan þriggja kandítata sem tilefndir voru af íslenskum stjórnvöldum.
Nú hefur hann sett íbúð sína og eiginkonu sinnar, Örnu Gná, á sölu. Íbúðin stendur við Sólheima í Reykjavík og er 179 fm að stærð með 7 svefnherbergjum. Íbúðin er afar smekklega innréttuð. Eldhúsið er stórt, rúmgott og bjart með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur sem eru afar sjarmerandi með góðu útsýni yfir borgina.