Pálmar Kristmundsson endurhannaði húsið við Haðaland í Fossvogi en Rut Káradóttir hannaði það að innan árið 2007. Byggt var við húsið og lofthæð aukin í stofu og gluggar voru síkkaðir og settir álgluggar í staðinn. Húsið er stílhreint og smart og uppfyllir kröfur nútímafólks um fegurð og smekklegheit.
Eldhúsið er opið og bjart en í því eru allar innréttingar sérsmíðaðar. Í eldhúsinu er stór eyja með graníti en eldhústækin koma frá SMEG. Rut Káradóttir lagði mikla áherslu á góða lýsingu í húsinu og er að finna mikið af fallegri innfelldri lýsingu sem hægt er að stýra eftir eigin smekk og geðþótta. Á gólfum er eikar- og plankaparket.
Umhverfis húsið er stór og fallegur garður með mikilli lýsingu og 200 fm timburpalli ásamt skjólveggjum. Allir skjólveggir og tréverk eru úr harðviði.