Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, hefur sett glæsihús sitt við Laufásveg á sölu. Marmari og fiskibeinaparket setja svip á húsið og keyra upp glæsileikann. Húsið, sem teiknað er af Sigurði Guðmundssyni árið 1927, var endurgert að nánast öllu leyti fyrir skömmu.
Allar innréttingar eru frá ítalska framleiðandanum Poliform (sem þykir einn sá flottasti) og marmarinn er sérunninn af Fígaró. Uppþvottavél og ofnar eru frá Siemens og
ísskápar frá Liebherr. Gólfefnin í húsinu eru annars vegar basalt og hins vegar eikarparket lagt í fiskibeinamynstur með ramma utan um hvert rými. Parketið er sérunnið þannig að það líti út fyrir að vera gamalt og er olíuborið frá framleiðanda með
20 ára ábyrgð. Tæki á baðherbergjum eru innbyggð og eru þau frá Axor.