María Sigrún selur hæðina

Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir og Pétur Árni Jónsson, eigandi Viðskiptablaðsins, hafa sett hæð sína við Kvisthaga á sölu. Hæðin er 131 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 1954. 

Íbúðin er sérlega smekklega innréttuð með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og er rómantíski stíll Maríu Sigrúnar allsráðandi í íbúðinni. Eldhúsið er málað grátt sem fer vel á móti einföldum innréttingum. Íbúðin er sérlega björt og falleg með útsýni í suður. Á gólfunum er parket og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð. 

HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar. 

María Sigrún Hilmarsdóttir.
María Sigrún Hilmarsdóttir. mbl.is/Björg Vigfúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda