Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona er að flytja til Síle og hefur nú sett hús fjölskyldunnar í Árbænum á sölu. Húsið er 175 fm og var byggt 1968. Húsið er smekklega innréttað í sveitastíl Heru Bjarkar en hún er annálaður fagurkeri. Hvíti liturinn er áberandi ásamt gráum með dassi af rauðu og svörtu.
Eldhúsið er hjarta heimilisins og er það opið inn í stofuna. Stór eyja setur svip á eldhúsið. Stíllinn hjá Heru Björk er hlýlegur en á sama tíma dálítið kaótískur. Heimilið er eins og klippt út úr sænsku húsbúnaðarblaði. HÉR er hægt að skoða húsið nánar.