Nýr HTH sýningarsalur var opnaður með pomp og pragt í Ormsson-húsinu um síðustu helgi. Þar er boðið upp á nýjustu línurnar í eldhús- og baðinnréttingum auk fataskápa frá hinu þekkta danska fyrirtæki HTH. Fyrirtækið hefur verið umboðsaðili fyrir HTH innréttingar í hálfan annan áratug en þær hafa verið mjög vinsælar hér á landi sem og víða erlendis.
„Það er mjög margt í boði í innréttingum frá HTH og það er raunar verið að bjóða upp á heildarlausnir fyrir allt heimilið. Þegar hugað er að nýju eldhúsi, baðherbergi eða þvottahúsi eru möguleikarnir nánast óþrjótandi. Þá er auk þess fullt af flottum hugmyndum varðandi fataskápa og annað geymslurými. Við aðstoðum einnig fólk við að hanna og teikna eldhúsið án endurgjalds auk þess sem við sjáum um að útvega fagmenn til að annast uppsetningu innréttinganna,“ segir Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri hjá Ormsson.