Þetta eru flottustu búðargluggarnir í ár

Þórunn Árnadóttir hannaði glugga Geysis sem sigraði.
Þórunn Árnadóttir hannaði glugga Geysis sem sigraði.

Val á feg­urstu jóla­glugg­um miðborg­ar­inn­ar var kunn­gert um miðjan des­em­ber en fyr­ir val­inu stóð Miðborg­in okk­ar. Þrír glugg­ar þóttu bera af en það voru: gluggi Herrafata­versl­un­ar Kor­máks og Skjald­ar, sem lenti í 3. sæti, gluggi Hríms hönn­un­ar­húss, sem hreppti 2. sætið og gluggi Geys­is á Skóla­vörðustíg sem bar sig­ur úr bít­um.

„Mér fannst til­valið að láta Jóla­kött­inn vakta glugga á fata­búð fyr­ir jól­in. Ég gerði hann að einskon­ar tísku­löggu sem fylg­ist vök­ul­um aug­um með gang­andi veg­far­end­um eins og skoðar hvort það séu ekki ör­ugg­lega all­ir í nýj­um flík­um fyr­ir jól­in,“ seg­ir Þór­unn Árna­dótt­ir sjálf um hug­mynd­ina á bak við út­still­ing­una.

Þór­unn bjó til katta­haus­ana með því að búa til tölvumód­el af þeim. Þeir voru því næst fræst­ir úr frauðplasti, pússaðir, málaðir og að lok­um húðaðir með flosi og glimmeri. Kött­ur­inn er með svarta flau­els­áferð og með glimmer í aug­um. Snjó­korn­in eru bak­grunn­ur fyr­ir glugg­ann, en hafa einnig þau áhrif að þau lýsa upp búðina og breyta henni í sann­kallað vetr­ar­land.

„Það er ákveðinn nostal­g­íufíl­ing­ur í Geysi, svo mig langaði til að gera jóla­kött­inn svo­lítið eins og gam­aldags leik­fang sem hef­ur verið stækkað og lifnað við. Snjó­korn­in eru óreglu­lega klippt úr hvít­um papp­ír og eru svona eins og þegar maður sér snjó­korn og ljós úr fókus. Þetta á allt að vera svo­lítið draum­kennt og gam­aldags,“ seg­ir Þór­unn og hef­ur það svo sann­lega tek­ist hjá henni með prýðisút­komu.

Dóm­nefnd skipuðu Haf­dís Harðardótt­ir, Karítas Kol­beins­dótt­ir og Soffía Dögg Garðars­dótt­ir.

Jólaglugga Hríms gerðu Tinna Brá Baldvinsdóttir hönnuður og eigandi Hrím …
Jóla­glugga Hríms gerðu Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir hönnuður og eig­andi Hrím í sam­starfi við myndskreyt­inn (illustrator­inn) Erlu Maríu Árna­dótt­ur. Þar eru út­færð helstu kenni­leiti Reykja­vík­ur ásamt ímynduðum götu­mynd­um miðborg­ar­inn­ar. Tví­víðar götu­mynd­ir úr sprautu­lökkuðu MDF-I mynda eins kon­ar borg­ar­mynd sem er upp­lýst og mynd­ar þar skemmti­legt skugga­spil.
Helga Ægisdóttir, klæðskeri á heiðurinn af gluggaútstillingu Herrafataverslunar Kormáks og …
Helga Ægis­dótt­ir, klæðskeri á heiður­inn af glugga­út­still­ingu Herrafata­versl­un­ar Kor­máks og Skjald­ar. „Ég reyndi að hafa glugg­ann svo­lítið gam­aldags og í anda pilt­anna hér sem eru svo skemmti­leg­ir og með mik­inn húm­or og bara sem jóla­leg­ast­ann," seg­ir Helga um glugga versl­un­ar­inn­ar sem snýr út á Laug­ar­veg, en versl­un­in er staðsett í Kjörg­arði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda