Þetta eru flottustu búðargluggarnir í ár

Þórunn Árnadóttir hannaði glugga Geysis sem sigraði.
Þórunn Árnadóttir hannaði glugga Geysis sem sigraði.

Val á fegurstu jólagluggum miðborgarinnar var kunngert um miðjan desember en fyrir valinu stóð Miðborgin okkar. Þrír gluggar þóttu bera af en það voru: gluggi Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar, sem lenti í 3. sæti, gluggi Hríms hönnunarhúss, sem hreppti 2. sætið og gluggi Geysis á Skólavörðustíg sem bar sigur úr bítum.

„Mér fannst tilvalið að láta Jólaköttinn vakta glugga á fatabúð fyrir jólin. Ég gerði hann að einskonar tískulöggu sem fylgist vökulum augum með gangandi vegfarendum eins og skoðar hvort það séu ekki örugglega allir í nýjum flíkum fyrir jólin,“ segir Þórunn Árnadóttir sjálf um hugmyndina á bak við útstillinguna.

Þórunn bjó til kattahausana með því að búa til tölvumódel af þeim. Þeir voru því næst fræstir úr frauðplasti, pússaðir, málaðir og að lokum húðaðir með flosi og glimmeri. Kötturinn er með svarta flauelsáferð og með glimmer í augum. Snjókornin eru bakgrunnur fyrir gluggann, en hafa einnig þau áhrif að þau lýsa upp búðina og breyta henni í sannkallað vetrarland.

„Það er ákveðinn nostalgíufílingur í Geysi, svo mig langaði til að gera jólaköttinn svolítið eins og gamaldags leikfang sem hefur verið stækkað og lifnað við. Snjókornin eru óreglulega klippt úr hvítum pappír og eru svona eins og þegar maður sér snjókorn og ljós úr fókus. Þetta á allt að vera svolítið draumkennt og gamaldags,“ segir Þórunn og hefur það svo sannlega tekist hjá henni með prýðisútkomu.

Dómnefnd skipuðu Hafdís Harðardóttir, Karítas Kolbeinsdóttir og Soffía Dögg Garðarsdóttir.

Jólaglugga Hríms gerðu Tinna Brá Baldvinsdóttir hönnuður og eigandi Hrím …
Jólaglugga Hríms gerðu Tinna Brá Baldvinsdóttir hönnuður og eigandi Hrím í samstarfi við myndskreytinn (illustratorinn) Erlu Maríu Árnadóttur. Þar eru útfærð helstu kennileiti Reykjavíkur ásamt ímynduðum götumyndum miðborgarinnar. Tvívíðar götumyndir úr sprautulökkuðu MDF-I mynda eins konar borgarmynd sem er upplýst og myndar þar skemmtilegt skuggaspil.
Helga Ægisdóttir, klæðskeri á heiðurinn af gluggaútstillingu Herrafataverslunar Kormáks og …
Helga Ægisdóttir, klæðskeri á heiðurinn af gluggaútstillingu Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. „Ég reyndi að hafa gluggann svolítið gamaldags og í anda piltanna hér sem eru svo skemmtilegir og með mikinn húmor og bara sem jólalegastann," segir Helga um glugga verslunarinnar sem snýr út á Laugarveg, en verslunin er staðsett í Kjörgarði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda