Japanski listamaðurinn Kumi Yamashita býr til ótrúleg listaverk úr skuggum með því að varpa ljósi á hárnákvæma vinkla á ólíkum hlutum sem vandlega er stillt upp, svo að skuggamyndirnar líta út eins og manneskjur.
Listamaðurinn notar viðarkubba, tölustafi búna til úr áli, japanskan pappír og krumpað efni eða útskorna viðarkubba til að skapa skuggamyndirnar, samkvæmt vefsíðunni Marvel.
HÉR má finna fleiri verk eftir Kumi Yamashita.