Íslenska kraftakonan og crossfitheimsmeistarinn Annie Mist er í viðtali í nýjasta hefti bandaríska Vogue. Þetta er heilmikill heiður fyrir Annie Mist enda ekki á hverjum degi sem íslensk íþróttakona kemst á síður tímaritsins.
Ferill Annie Mist er rakinn í viðtalinu - frá barnæsku til dagsins í dag. Annie Mist hefur átt mikilli velgengni að fagna á íþróttasviðinu en hún vann heimsmeistaramótið í Cross Fit 2011 og fylgdi mbl.is henni út og gerði þætti um keppnina eins og frægt er orðið. Eftir sigurinn fékk hún 30 milljónir í verðlaun. Hún bar einnig sigur úr býtum 2012 en gat því miður ekki keppt í fyrra vegna meiðsla.
HÉR má sjá hvernig Annie Mist var fagnað þegar hún kom til landsins 2011 eftir að hafa orðið heimsmeistari. HÉR er hægt að horfa á þættina Leiðin að titlinum sem sýndir voru á mbl.is.