Hús eftir „stjórnarformann Íslands“ til sölu

Frönsku gluggarnir gera mikið fyrir þetta fallega hús.
Frönsku gluggarnir gera mikið fyrir þetta fallega hús. Ljósmynd/Árborgir

Á Selfossi er til sölu stórglæsilegt 288 fermetra einbýlishús á besta stað, sem var teiknað af Halldóri H. Jónssyni, arkitekt. Halldór var stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands og sat í mörgum stjórnum íslenskra fyrirtækju meðan hann lifði en hann lést árið 1992, áttræður. Hann var gjarnan kallaður „stjórnarformaður Íslands“ vegna starfa sinna í svo mörgum stjórnum.

Halldór teiknaði margar fallegar byggingar um ævi sína og má þar nefna Hótel Sögu, Domus Medica, Kjörgarð við Laugaveg, Borganeskirkju og Iðnaðarbankann við Lækjargötu, en þar er Íslandsbanki nú til húsa. 

Einbýlishúsið, sem er staðsett við Skólavelli á Selfossi, er með frönskum gluggum í öllu húsinu, sem er á þremur hæðum. 

Garðurinn sem fylgir er dásamlegur, skjólgóður og upplýstur að hluta. 

Ásett verð er 59,8 millj­ón­ir.

HÉR má skoða eignina nánar.

Eignin er á besta stað og fallegur garður fylgir með.
Eignin er á besta stað og fallegur garður fylgir með. Ljósmynd/Árborgir
Garðurinn er vel skipulagður og greinilegt að vandað hefur verið …
Garðurinn er vel skipulagður og greinilegt að vandað hefur verið til verka. Ljósmynd/Árborgir
Sætt eldhús með KitchenAid hrærivél á borðinu.
Sætt eldhús með KitchenAid hrærivél á borðinu. Ljósmynd/Árborgir
Stofan býður upp á marga möguleika.
Stofan býður upp á marga möguleika. Ljósmynd/Árborgir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda