Á Selfossi er til sölu stórglæsilegt 288 fermetra einbýlishús á besta stað, sem var teiknað af Halldóri H. Jónssyni, arkitekt. Halldór var stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands og sat í mörgum stjórnum íslenskra fyrirtækju meðan hann lifði en hann lést árið 1992, áttræður. Hann var gjarnan kallaður „stjórnarformaður Íslands“ vegna starfa sinna í svo mörgum stjórnum.
Halldór teiknaði margar fallegar byggingar um ævi sína og má þar nefna Hótel Sögu, Domus Medica, Kjörgarð við Laugaveg, Borganeskirkju og Iðnaðarbankann við Lækjargötu, en þar er Íslandsbanki nú til húsa.
Einbýlishúsið, sem er staðsett við Skólavelli á Selfossi, er með frönskum gluggum í öllu húsinu, sem er á þremur hæðum.
Garðurinn sem fylgir er dásamlegur, skjólgóður og upplýstur að hluta.
Ásett verð er 59,8 milljónir.
HÉR má skoða eignina nánar.