Vasinn sem allir eru að tryllast yfir

Omaggio vasinn frá Kähler með bláum röndum.
Omaggio vasinn frá Kähler með bláum röndum.

Það er varla hægt að opna húsbúnaðarblað eða innréttingablogg nema Omaggio-vasinn frá  Kähler sé á besta stað í stofu. Slegist var um afmælisútgáfuna sem er með bronsröndum en hann kom hingað til lands í takmörkuð magni. Eitt þekktasta markaðstrikkið í bókinni er einmitt að segja fólki að eitthvað komi í takmörkuðu upplagi - þá tryllist allt. Þótt vasinn með bronsröndunum sé með því fallegra sem hannað hefur verið þá eru hinir hefðbundnu litir nú ekki síðri. Svarthvíti vasinn gengur til dæmis með öllu og svo gefa hinir litirnir hlýjan tón inn á heimilið eins og sést á myndunum hér fyrir neðan. Blái liturinn kemur til dæmis sérstaklega vel út á dökku borði svo dæmi sé tekið.

Þótt vasarnir frá Kähler þyki afar heitir þessa dagana þá var ekki verið að stofna fyrirtækið í gær því það fagnar 175 ára afmæli á þessu ári. Það er einmitt vegna þess sem bronsvasinn var framleiddur. Hönnuðir fyrirtæksins bjuggust alveg við því að vasinn myndi slá í gegn en ekki að það yrði bókstaflega slegist um hann. Hérlendis fást vasarnir frá Kähler í Modern í Hlíðasmára og í Hrími á Laugaveginum og er afmælisvasinn löngu uppseldur á báðum stöðum.

Það er þó ennþá smá von því í nóvember kemur minni útgáfan en sá vasi er einmitt einnig fáanlegur í takmörkuðu magni.

Ljósmynd/Ting.no
Ljósmynd/Luxoliving.dk
Svarthvítur í glugga.
Svarthvítur í glugga. Ljósmynd/Kahlerdesign.com
Svo má nota vasann undir sleifarnar.
Svo má nota vasann undir sleifarnar. Ljósmynd/Kahlerdesign.com
Ljósmynd/Ting.no
Ljósmynd/onlydecolove.com
Ljósmynd/myscandinavianhome.blogspot.nl
Ljósmynd/myscandinavianhome.blogspot.nl
Kähler vasarnir með bleikum röndum.
Kähler vasarnir með bleikum röndum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda