Arnór Guðjohnsen og kona hans, Anna Borg, hafa sett glæsihús sitt við Köldulind í Kópavogi á sölu. Húsið var byggt 2001 en Arnór og Anna festu kaup á því í júní 2004. Húsið er 250 fm að stærð en innanhússarkitektinn Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði allar innréttingar hússins. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og er sérstaklega vandað til verks.
HÉR er hægt að skoða húsið nánar.