Húsið kostaði 16,8 1998

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fjölskylda hennar bjuggu í húsinu …
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fjölskylda hennar bjuggu í húsinu var garðurinn þakinn trjám sem nú hafa verið felld.

Einbýlishúsið við Nesveg 76 er komið á sölu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri í Reykjavík og eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, áttu húsið á árunum 1998-2013.

Þegar húsið var auglýst til sölu 1998 var ásett verð á húsinu 16,8 milljónir en í dag er óskað eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er komið upp í 79.450.000.

„Hér er um að ræða mjög fallegt hús á tveimur hæðum,“ sagði Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðluninni. „Á aðalhæð eru tvær stofur, vinnuherbergi, eldhús, þvottahús og fleira. Á annarri hæðinni eru fimm til sjö herbergi eftir atvikum, baðherbergi og stórt sjónvarpshol, en þar er mjög fallegur arinn. Arinn er einnig í stofu á fyrstu hæð. Húsið er í mjög góðu ástandi. Á því eru koparrennur, en út af annarri hæðinni eru tvennar svalir, bæði til austurs og vesturs. Mjög falleg gróin lóð er í kringum húsið. Ásett verð er 16,8 millj. kr., en húsið er laust fljótlega til afhendingar,“ segir í auglýsingunni sem birtist á mbl.is.

Ef reikningsdæmið er framreiknað kemur í ljós að 16,8 milljónir 1998 eru 38,6 milljónir á núvirði.

Þessar tölur eru ágætar vísbendingar um að fasteignaverð í Reykjavík sé keyrt nokkuð hressilega upp en í dag. Eins og fram kom er fasteignamat hússins 79.450.000. Húsið er í eigu einkahlutafélagsins Vatnar ehf.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Húsið lítur vel út að utan.
Húsið lítur vel út að utan.
Stofan er glæsileg með stórum gluggum sem ná frá gólfi …
Stofan er glæsileg með stórum gluggum sem ná frá gólfi upp í loft.
Baðherbergið er sjarmerandi.
Baðherbergið er sjarmerandi.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu sem er samt fantavel farin.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu sem er samt fantavel farin.
Á innréttingunni er lúga sem hægt er að opna inn …
Á innréttingunni er lúga sem hægt er að opna inn í stofu.
Eldhúsið er opið inn í stofu.
Eldhúsið er opið inn í stofu.
Horft inn í eldhúsið úr stofunni.
Horft inn í eldhúsið úr stofunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda