Einbýlishúsið við Nesveg 76 er komið á sölu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri í Reykjavík og eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, áttu húsið á árunum 1998-2013.
Þegar húsið var auglýst til sölu 1998 var ásett verð á húsinu 16,8 milljónir en í dag er óskað eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er komið upp í 79.450.000.
„Hér er um að ræða mjög fallegt hús á tveimur hæðum,“ sagði Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðluninni. „Á aðalhæð eru tvær stofur, vinnuherbergi, eldhús, þvottahús og fleira. Á annarri hæðinni eru fimm til sjö herbergi eftir atvikum, baðherbergi og stórt sjónvarpshol, en þar er mjög fallegur arinn. Arinn er einnig í stofu á fyrstu hæð. Húsið er í mjög góðu ástandi. Á því eru koparrennur, en út af annarri hæðinni eru tvennar svalir, bæði til austurs og vesturs. Mjög falleg gróin lóð er í kringum húsið. Ásett verð er 16,8 millj. kr., en húsið er laust fljótlega til afhendingar,“ segir í auglýsingunni sem birtist á mbl.is.
Ef reikningsdæmið er framreiknað kemur í ljós að 16,8 milljónir 1998 eru 38,6 milljónir á núvirði.
Þessar tölur eru ágætar vísbendingar um að fasteignaverð í Reykjavík sé keyrt nokkuð hressilega upp en í dag. Eins og fram kom er fasteignamat hússins 79.450.000. Húsið er í eigu einkahlutafélagsins Vatnar ehf.