Íbúð við Ferjubakka í Reykjavík komst í fréttir í fyrra þegar íbúðin var sett á sölu. Alfreð Örn Clausen, sem nú er eftirlýstur í Bandaríkjunum, var með íbúðina á sölu en hann starfaði hjá Remax Alpha í febrúar.
Undirrituð hringdi í Alfreð Örn í 26. febrúar til þess að ná tali af eiganda íbúðarinnar við Ferjubakka. Fyrrnefnd íbúð hafði verið á sölu síðasta sumar hjá Ás fasteignasölu en í febrúar kom hún aftur á sölu og þá hjá Remax Alpha. Alfreð Örn vildi ekki gefa undirritaðri samband við eiganda íbúðarinnar vegna persónulegra mála. Þótt Alfreð Örn hafi starfað fyrir Remax Alpha í febrúar er hins vegar ekkert um hann að finna inni á síðu Remax Alpha í dag.
HÉR er umfjöllun RÚV um íbúðina við Ferjubakka.