Björk Guðmundsdóttir hefur sett sumarbústað sinn á Þingvöllum á sölu. Bústaðurinn er í Svínahlíð í landi Heiðarbæjar í Bláskógarbyggð. Bústaðinn keypti hún 27. nóvember 2002 og stendur hann á besta stað á þessu svæði.
Bústaðurinn var byggður 1965 og eru innviðir hússins ósnortnir og fær andi þess tíma að ríkja í bústaðnum. Í eldhúsinu er til að mynda smekkleg hvít innrétting með tekki eins og tíðkaðist á þeim tíma sem húsið er byggt.
Sjálft sumarhúsið er 94,3 fm að stærð ásamt 5,6 fm geymslu og svo fylgir bátaskýli með bústaðnum en það er 18,4 fm.
Að innan er bústaðurinn málaður í grænum tónum og smekkleg húsgögn prýða hann. HÉR er hægt að skoða bústaðinn nánar á fasteignavef mbl.is.