Nýjasta línan frá IKEA, HEMSMAK, kemur í takmörkuðu upplagi. Það sem er merkilegt við þessa línu, fyrir utan að vera svo girnileg að mann langar til að kaupa allt, er að þrír íslenskir hönnuðir unnu að línunni.
Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis hóf störf hjá IKEA í janúar 2014 sem Creative Leader fyrir línur sem fyrirtækið framleiðir í takmörkuðu magni. Hálfu ári síðan varð hún þróunarstjóri í smávörudeildinni en þá var hún búin að gera tvær línur fyrir sem koma í verslanir IKEA um þessar mundir.
„Annað kolleksjónið heitir HEMSMAK og gengur út á að nýta mat betur, sulta og sjóða niður forða sumarsins,“ segir Sigga. Hún segir jafnframt að við séum með fullt af mat í kringum okkur sem hægt er að nýta svo miklu betur ef við erum með réttu ílátin við höndina.
„Þetta kollekjsón var gert til þess að ýta undir það að fólk uppgötvi þessar gleymdu forðamöguleika og byrji að nýta matinn betur. Þetta er líka gert til þess að fólk átti sig betur á verðmæti mats og að fólk hugsi sig tvisvar um áður en mat er hent,“ segir hún.
Áður en Sigga hannaði línuna fékk hún eina setningu til að vinna út frá, „Preserve&Conserve“, og svo gerði það sem ég vildi við það. Mér datt í hug að fá stelpurnar í Reykjavik Letterpress til þess að hanna grafíska hlutann þar sem hann var gífurlega mikilvægur og það varð að vera vel hannað og gert. Hugmyndin er að vera með hlutlaus ílát þar sem hægt er að geyma matvælin í en svo væri hægt að merkja þau og skreyta allt eftir innihaldi og tilefni. Þannig er einnig hægt að gera eigin gjafir og aðra hluti við viss tilefni og hver og einn getur persónugert sína sultu eða kökumix o.s.frv.“
Sigga segir að hún og stelpurnar í Reykjavík Letterpress, Ólöf Birna Garðarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir, hafi unnið vinnuna á leifturhraða. Önnur línan hafi verið litríkari og leikglaðari en hin meira grafísk með svörtu og gráu letri og munstri.
„Stelpurnar voru frábærar í samstarfi og þetta var bara skemmtilegt,“ segir Sigga alsæl með nýju línuna.