Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hefur sett 93 fm íbúð sína við Ljósavallagötu á sölu. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 1930 og er búið að færa eldhúsið þannig að eldhús og stofa renni saman í eitt.
Það sem er sérlega heillandi við íbúðina, fyrir utan staðsetninguna, er að hún er öll veggfóðruð. Í eldhúsinu er veggfóður á milli eldhússkápanna, í barnaherbergjunum er röndótt blátt veggfóður og í hjónaherberginu er veggfóðrað með rauðu blómamunstri.
HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar.