Íslenskur milljarðamæringur býr í dýrustu íbúð landsins

Eiginkona Eggerts Dagbjartssonar fjárfestis á þessa glæsilegu íbúð sem prýðir …
Eiginkona Eggerts Dagbjartssonar fjárfestis á þessa glæsilegu íbúð sem prýðir forsíðu Húsa og Híbýla. mbl.is/Marta María

Dýrasta íbúð landsins prýðir forsíðu Húsa og Híbýla. Annar eins íburður hefur ekki sést hérlendis en íbúðin er hönnuð af Birni Skaptasyni hjá Atelier. Í íbúðinni er marmari upp um alla veggi, Chanel-stigi og er íbúðin fyllt af húsgögnum frá Ralph Lauren og fleirum. Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hérlendis.

Eigandi íbúðarinnar er eiginkona Eggerts Dagbjartssonar, Björg Bergsveinsdóttir, sem á hlut í íslensku félagi ásamt Carpenter, sem kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins.

Hótelið hefur verið mikið í fréttum en það mun rísa á reitnum við Hörpu. Hótelið verður rekið undir merkjum lúxushótelsins Marriott Edition. Heild­ar­fjárfest­ing­in nem­ur um 130 millj­ón­um doll­ara, eða um 17 millj­örðum ís­lenskra króna.

HÉR er hægt að skoða myndir af íbúðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda