Sólveig Eiríksdóttir og unnusti hennar, Elías Guðmundsson, hafa sett þakíbúð sína við Laugaveg á sölu. Solla og Elli eins og þau eru kölluð keyptu íbúðina 2014 og ræður mínimalískur stíll ríkjum á heimilinu.
Íbúðin er ákaflega snotur. Stíllinn er hrár og smart, flotuð gólf og svart eldhús. Á gólfunum eru hlýlegar mottur en það sem er klikkaðasta við þessa íbúð er útsýnið. Úr íbúðinni er útsýni yfir Laugaveginn og í hina áttina sést upp á Akranes og jafnvel lengra ef skyggni er gott.
HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar.
Útsýnið úr íbúðinni er storkostlegt.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Baðherbergið er nýlega gert upp.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Eldhúsinnréttingin er svört.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Svarta eldhúsið setur svip sinn á íbúðina.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Svalirnar eru að hluta til yfirbyggðar.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft inn í borðstofu.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Í stofunni eru dökkbrúnir leðursófar.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Gestasalernið er nýlega tekið í gegn.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Borðstofan er rúmgóð með fantaflottu útsýni.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Íbúðin er á efstu hæðinni í þessu húsi.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Horft inn stigaganginn.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Hjónaherbergið er með góðu skápaplássi.
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is