Voru án geymslu í tæpt ár

Diljá Valsdóttir er að vinna með minimalískan lífsstíl.
Diljá Valsdóttir er að vinna með minimalískan lífsstíl.

„Það eru nokkur ár síðan ég fór að taka fyrstu skref í átt að minimalískara lífi. Upphaflega tók ég fataskápinn fyrir, losaði mig við ógrynni af fötum og ákvað að nú skyldi ég aðeins eiga fáar en góðar flíkur. Þetta var ágætlega metnaðarfullt, ég útlistaði flíkur og fylgihluti sem mig langaði til þess að eiga og bjó til moodboard á Pinterest. Einnig las ég ótal greinar um „minimal“ og „classic wardrobe“ og fann út að ég sjálf þyrfti ég samtals 60 flíkur, yfirhafnir og fylgihluti (fyrir utan nærföt og sokka) og 8 skópör til þess að vera fullkomlega ánægð. Smám saman hef ég síðan saxað á óskalistann, skipt út „lélegum“ flíkum fyrir „góðar" eftir því sem fjárhagur leyfir og úrval verslana býður upp á. Ég er enn nokkuð fjarri markmiðinu, á ekki allar flíkurnar á óskalistanum og á ennþá töluvert af flíkum sem ég tími ekki að sleppa - en þetta er allt í áttina,“segir Diljá Valsdóttir bloggari á husasund.is. Hún er mjög upptekin af minimalískum lífsstíl og deilir hér hugleiðingum sínum með lesendum Smartlands Mörtu Maríu:

Eftir að við keyptum íbúðina hefur þessi minimalíski lífstíll smitað inn á heimilið. Eins og ég hef áður sagt þá er íbúðin ekki stór í fermetrum og því takmarkað pláss fyrir húsgögn og hluti, hvað þá óþarfa dót. Við nýttum því tækifærið þegar við fluttum og losuðum okkur við heilan helling. Þó við séum að stækka við okkur þá er tæknilega minna geymslupláss hér (við meira að segja minnkuðum geymsluplássið með því að taka niður helminginn af efri eldhússkápunum). Gamla íbúðin var með geymslu inni í íbúðinni og stærri fataskáp. Þar sem við ákváðum að leigja út geymslurnar (íbúðarrými) sem fylgja nýju íbúðinni þá erum við án geymslu í augnablikinu. Í dag er því eina geymslan okkar tvöfaldur IKEA PAX skápur (150x236cm) sem er staðsettur inni á skrifstofu. Þar geymum við útiföt, skrifföng og pappíra, tjald og svefnpoka, skó og allt mögulegt og ómögulegt.

Þó að þetta hafi vissulega verið áskorun þá tókst okkur að vera án geymslu í tæpt ár. Eftir að sonur okkar fæddist þá hefur verið töluvert þrengra um okkur eins og þið sem eigið börn eflaust þekkið, barnaföt, dót, vagnstykki og kerra, ömmustóll... allt þetta hefur gert það að verkum að PAX er því miður ekki nóg. Við fengum kommóðu undir barnafötin og kerran er geymd í skottinu á bílnum en annað er eiginlega bara fyrir í gangveginum. Auðvitað er óhjákvæmilegt að það sé barnadót á víð og dreif og ég vil að heimilið beri merki þess að hér búi fjölskylda en það sem er helst að trufla mig eru föt sem ekki eru í notkun (vaxinn upp úr eða enn of stór) og að stærri hlutir eins og kerra og vagnstykki séu geymd á ganginum eða úti í bíl. Sömuleiðis mætti þvotturinn alveg þorna annars staðar en á miðju stofugólfinu.

Þar af leiðandi höfum við ákveðið að taka geymslurnar/íbúðina úr leigu í byrjun næsta árs og nýta annað rýmið sem geymslu og hitt skrifstofu en Hörður vinnur mikið heima, bæði freelance og að eigin list. Á sama tíma fengi sá stutti eigið herbergi þar sem áður var skrifstofa. Eins mikið og ég hlakka til að hafa rúmt um okkur þá kvíði ég því dálítið að hafa sérstaka geymslu - ég vil nefnilega ekki að hún fyllist af óþarfa dóti. Ég vona því að ég nái að halda þessu minimalíska viðhorfi áfram. 

Við erum að sjálfsögðu byrjuð að skipuleggja hvert rými en ég segi ykkur betur frá því seinna!

Stofan er hugguleg.
Stofan er hugguleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda