Nóg að eiga 30 flíkur

Margir hafa snúið baki við efnishyggju.
Margir hafa snúið baki við efnishyggju. Skjáskot Global Times

Umræðan um mínimalískan lífstíl og einfaldara líf hefur tröllriðið öllu undanfarið. Margir vilja nefnilega meina að minna sé meira (sem er auðvitað stórkostleg þýðing enska orðatiltækisins „less is more“)

Það er ekki bara fólk á hinu litla Íslandi sem vill einfalda líf sitt, mínimalisminn hefur teygt anga sína út um gjörvallan heim, og keppist fólk við að losa sig við eigur sínar sem svar við yfirgengilegri neysluhyggju. Og það er auðvitað bara hið besta mál.

Á vefsíðu Global Times má finna frásögn Wang Zhe sem tileinkaði sér mínimalískan lífstíl eftir að hafa staðið frammi fyrir því einn daginn að hann átti engar viðeigandi flíkur í öllum fataskápnum, sem var þó troðinn út af fötum.

„Ég var vanur að eyða háum fjárhæðum í að kaupa tískuvarning og vonaðist með því að vekja athygli og fá viðurkenningu fólks. Á þessum tímapunkti fannst mér ég þó hafa keypt haug af tilgangslausu drasli.“

 „Síðan þá hef ég verið að bögglast með að vera meiri mínimalisti“ segir Zhe sem hefur fækkað fötunum í fataskápnum úr rúmlega 400 í tæplega 100 flíkur.

100 hluta áskorunin

Eftir að hafa séð áskorun á netinu sem hvatti fólk til að minnka persónulegar eigur sínar í 100 ákvað Zhe að grisja eigur sínar.

„Sokkapar eru tveir hlutir, en 100 hlutir eiga að vera nóg til að mæta persónulegum þörfum einnar manneskju. Það er auðvelt að fækka hlutum úr 400 í 300 og 300 í 200, en það er erfitt að fækka hlutum úr 120 í tæplega 100.“

Þegar Zhe var annað hvort ekki viss um að hann gæti, eða vildi, losa sig við ákveðinn hlut pakkaði hann honum niður og setti til hliðar. Því sem hann hafði ekki notað að hálfu ári liðnu henti hann eða gaf.

Í raun tók hann allt líf sitt í gegn og endurmat hvað var honum mikilvægt.

„Ég var vanur að kaupa haug af bókum, en las þó bara takmarkað af þeim. Smám saman varð mér ljóst að vitneskja kemur ekki í gegnum stærðarinnar vegg af bókum.“

 Zhe hefur sett sér reglu sem felst í því að ef hann kaupir sér hlut verður hann að losa sig við annan, en með því móti getur hann haldið eigum sínum í lágmarki.

„Oftast kaupi ég nýjan hlut þegar sá gamli bilar, en ef þetta er eitthvað sem mér líkar vel við gef ég stundum gamla hlutinn til þess að geta fengið mér nýjan.“

Nýlega töldu eigur Zhe 87 hluti.

„Ég vel gæði umfram magn. Í stað þess að eyða pening í sjö pör af gallabuxum kaupi ég eina flík sem mig vantar. Peningnum sem ég spara eyði ég frekar í eitthvað sem mig langar að gera, líkt og ferðalög. „  

Wang Zhe fyrir framan fataskápinn sinn.
Wang Zhe fyrir framan fataskápinn sinn. Skjáskot Global Times
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda