Hver er þinn uppáhalds hönnuður? „Það er enginn sérstakur. Ég er hins vegar hrifinn af fallegri hönnun. Þar eru Ítalir öðrum fremri.“
Lumar þú á ódýrri lausn? „Hmm … ég held að mínir styrkleikar liggi annar staðar.“
Í hvaða rými heima hjá þér eyðir þú mestum tíma? „Ég er ekki mikið heima. Reikna því með að það sé svefnherbergið.“
Áttu gæludýr? „Nei.“
Færðu oft gesti í heimsókn? „Það gerist af og til. Það er alltaf gaman að hafa gott fólk í kringum sig.“
Hver er uppáhaldshluturinn þinn? „Íslensk bókmenntasaga fjórða bindi eða Dead Poets Society eftir Hallgrím Helgason.“
Hvað finnst þér vera mesta prýði heimilisins? „Fólkið sem býr þar.“
Er eitthver hlutur eða húsgagn sem þú þráir að eignast? „Ljós heimsins eftir Hallgrím Helgason.“
Ertu duglegur að nostra við heimilið? „Nei það get ég ekki sagt. Ég vil hafa hlutina með ákveðnum hætti. Frekar minna heldur en meira. En þegar heildarmyndin er komin er ég ekki mikið fyrir nostur. Alls konar smáhlutir fara óstjórnlega í taugarnar á mér."
Hvað gerir þú við hluti sem þú ert hættur að nota? „Heyrðu, ég bara gef einhverjum þá sem þarf á þeim að halda.“
Ertu með þrifæði? „Hahaha … nei alls ekki.“
Ryksugar þú fyrir eða eftir partí? „Hvorugt. Ég úthýsi slíkum verkefnum.“
Ertu með eitthvað partítrix? „Nei, en ég reitti einu sinni fjölda fólks til reiði með því að bjóða í Eurovision partý án þess að eiga sjónvarp.“
Ertu að safna einhverju fyrir heimilið? „Það eru þá helst skór. Geta þó varla sagt að þeir séu fyrir heimilið.“