Fræga fólkið flutti töluvert á árinu sem er að líða. Íbúðir og hús gengu kaupum og sölum. Ýmist var fólk að minnka við sig, stækka við sig eða þráði bara einhverja tilbreytingu í líf sitt.
Húsið er reisulegt að utan. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ásdís Halla Bragadóttir og eiginmaður hennar, Aðalsteinn Jónasson, keyptu nýlega einbýlishús við Laufásveg. Smartland Mörtu Maríu fjallaði um húsið í febrúar þegar það fór á sölu en búið var að gera húsið upp og það í algeru toppstandi. Eins og sjá má á myndunum er húsið afar glæsilegt. Húsið er byggt 1931 og er 471 fm að stærð. Húsið var allt endurnýjað fyrir fjórum árum á afar smekklegan hátt. Á gólfunum er parket með fiskibeinamunstri og hvítar sprautulakkaðar innréttingar setja svip sinn á húsið. Flestir veggir eru hvítmálaðir og allir gluggar stíflakkaðir hvítir.
Björk Guðmundsdóttir hefur sett sumarbústað sinn á Þingvöllum á sölu. Bústaðurinn er í Svínahlíð í landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð. Bústaðinn keypti hún 27. nóvember 2002 og stendur hann á besta stað á þessu svæði.
Bústaðurinn var byggður 1965 og eru innviðir hússins ósnortnir og fær andi þess tíma að ríkja í bústaðnum. Í eldhúsinu er til að mynda smekkleg hvít innrétting með tekki eins og tíðkaðist á þeim tíma sem húsið er byggt. Björk flutti sig um set, seldi þennan bústað og keypti annan við Þingvallavatn, bara nýrri og stærri, eins og stjórstjörnur gera.
Húsið er glæsilegt að utan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Við Bergstaðastræti í Reykjavík stendur þrílyft einblýlishús sem byggt var 1919. Húsið er 183 fm að stærð og hefur verið mikið endurnýjað. Hinn rómantíski stíll einkennir húsið en hvítar sprautulakkaðar innréttingar eru í forgrunni ásamt granítborðplötum og eikarparketi.
Húsið er í eigu Önnu Margrétar Jónsdóttur fyrrverandi fegurðardrottningar og Árna Harðarsonar lögmanns. Hjónin festu kaup á húsinu í desember 1999 en nú liggur þeir þeirra úr miðbænum í vesturbæinn því á dögunum festu þau kaup á
höllinni eftir Guðjón Samúelsson. Höllin stendur við Túngötu 34 og hefur miklu púðri verið eytt í að gera húsið sem smartast. Kaupverð hússins var ríkulega yfir 100 milljónum króna.
Í eldhúsinu er eikarinnrétting með svartri granítborðplötu. Ljósmynd/Fredrik
Jón Jósep Snæbjörnsson og Rósa Björgvinsdóttir eiginkona hans hafa sett glæsilegt heimili sitt á sölu. Íbúðin er afar smekklega innréttuð og svart leður áberandi í bland við klassíska hönnun. Íbúðin sjálf er 123 fm að stærð. Húsið var byggt 2004.
Svona lítur húsið út að utan. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og kona hans, Þórunn Geirsdóttir, hafa sett hús sitt við Jöklafold í Grafarvogi á sölu. Þau festu kaup á húsinu 2005 en það var byggt 1989 og er 175 fm að stærð.
Sigurður Gísli Pálmason. Ljósmynd/Sarah Wilson
Sigurður Gísli Pálmason og Guðmunda Helen Þórisdóttir hafa sett sitt fína hús við Ásenda í Reykjavík á sölu. Húsið er einstaklega glæsilegt, 323 fm að stærð og byggt 1966. Þau festu kaup á húsinu 1988.
Á gólfunum er fallegt steinlagt slípað gólf úr graníti og massívt Iroko-parket með fiskibeinamunstri. Ofnar eru felldir í gólfið og með rist yfir. Fyrir ofan innganginn er listaverk eftir íslenska listakonu sem mun fylgja húsinu.
Hægt er að skoða húsið HÉR.