Gistu frítt á EM í Frakklandi

Snæfríður hefur mikla reynslu af því að skipta á húsnæði.
Snæfríður hefur mikla reynslu af því að skipta á húsnæði.

„Íslendingar sem eru á leið á EM í sumar eiga að mínu mati mjög góða möguleika á frírri gistingu í Frakkalandi því Frakkar virðast vera mjög hrifnir af íbúðaskiptum. Til að mynda þá eru hátt í 5000 heimili í Frakklandi skráð á síðuna homeexchange.com,“ segir fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir sem sjálf hefur gert ótal íbúðaskipti erlendis og ætlar að deila reynslu sinni á námskeiði um íbúðaskipti hjá Endurmenntun í byrjun febrúar.

„Ég er mjög hrifin af íbúðaskiptum og á þessu námskeiði gef þáttakendum innblástur til hagsýnni ferðalaga og hvet fólk til þess að prófa óhefðbundna ferðamöguleika.“

Sjálf hefur Snæfríður og hennar fjölskylda meðal annars gert íbúðaskipti á Sardiníu, Kanaríeyjum, New York, Kaupmannahöfn og Osló. Eins hefur hún gert íbúðarskipti á ferðalögum innanlands.

„Við erum mjög hrifin af Kanarí og erum nú þegar búin að ganga frá tveimur skiptum á Tenerife um næstu jól. Með fimm manna fjölskyldu þá er vissulega peninga að spara með íbúðaskiptum en þau eru ekki síður bæði skemmtileg og gefandi. Þú kynnist landinu sem þú ferðast til á allt annan hátt með því að dvelja á venjulegu heimili með öllu því sem fylgir; bókum í hillum, list á veggjum, tónlist og mat í skápunum. Að ekki sé talað um hvað það er þægilegt að skipta við barnafjölskyldur þegar maður er sjálfur með börn og fá leikföng, kerrur og annað með.“

Snæfríður hvetur Íslendinga sem sem ætla á EM í sumar og vilja prófa íbúðaskipti að ganga frá skiptum sem fyrst. „Frakkarnir eru farnir að skipuleggja sumarfríið nú þegar,  þannig það er um að gera að kynna sér málið og ganga frá skiptum.“ 

Snæfríður á ströndinni ásamt dætrum sínum.
Snæfríður á ströndinni ásamt dætrum sínum.
Snæfríður með Matthíasi eiginmanni sínum og dætrum þeirra þremur.
Snæfríður með Matthíasi eiginmanni sínum og dætrum þeirra þremur.
Matthías og Snæfríður hafa ferðast mikið síðustu ár og hafa …
Matthías og Snæfríður hafa ferðast mikið síðustu ár og hafa íbúðaskipti verið í forgrunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda