Leið til að búa til helmingi meira pláss

Marie Kondo með allt sem til þarf í sokka- og …
Marie Kondo með allt sem til þarf í sokka- og undirfataskúffuna. Skjáskot Youtube

Svokallaður mínimalískur lífsstíll hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið. Margir keppast við að einfalda líf sitt og losa sig við óþarfa, á meðan aðrir láta sér fátt um finnast og fussa og sveia yfir vitleysunni.

Bókin The Life Changing Magic of Tidying Up er hefur notið mikillar hylli fyrrnefnds hóps, en höfundur hennar Marie Kondo kennir fólki að fara í gegnum eigur sínar og losa sig við allt sem ekki vekur gleði. Bókin hefur verið það vinsæl að hugtakið KonMari, sem sett er saman úr nöfnum höfundarins, er skyndilega á allra vörum.

Á vefsíðunni Goop eru kenningar Kondo dregnar saman, en í einfölduðu máli eru þær eitthvað á þessa leið.

  • Mundu að þetta snýst ekki um að losa sig við sem mest af dóti, heldur ganga úr skugga um að hlutirnir sem þú heldur eftir veiti þér gleði.
  • Hreinsaðu til eftir flokkum, ekki eftir herbergjum. Það kann að vera freistandi að byrja á eldhúsinu, og færa sig svo yfir í stofuna. Það er þó betra að velja sér flokk, líkt og fatnað eða bækur, vegna þess að hlutirnir eru að öllum líkindum dreifðir út um allt hús.
  • Þegar þú hefur farið í gegnum eigur þínar og losað þig við það sem má missa sig skaltu finna sérhverjum hlut heimili. Kondo bendir á að geymsluílát sem megi stafla bjóði upp á það að fólk fari að sanka að sér óþarfa að nýju. Hún segir jafnframt að einfaldleikinn sé bestur og það eigi að vera jafn einfalt að ganga frá einhverju, eins og að finna það síðar.

Það er þó ekki allt því einnig kennir hún fólki nýja tækni við að brjóta saman föt og raða þeim í skápa, svo þau taki mun minna pláss.

Hér má sjá myndband þar sem Kondo kennir fólki að brjóta saman nærföt og sokka á afar snyrtilegan máta.

Fleiri skýringarmyndbönd má síðan sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda