Ekki henda kaffikorginum

Líkamsskrúbbur sem inniheldur kaffi gefur haft góð áhrif á húðina …
Líkamsskrúbbur sem inniheldur kaffi gefur haft góð áhrif á húðina og aukið blóðflæði.

Kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur. Margir hafa til að mynda prufað að nota kaffikorg í heimagerða líkamsskrúbba til mýkja húðina. Korgurinn er þó nýtilegur í margt annað, líkt og hér má sjá.

Þú getur notað kaffikorg til að:

Þrífa grill, potta og pönnur
Kaffikorgur er frábær til að skrúbba burt leiðinleg óhreinindi af pottum og pönnum. Stráðu honum í tusku og skrúbbaðu að vild.

Búa til moltu
Kaffikorgur er frábær í moltugerð. Í staðinn fyrir að henda honum í tunnuna er gott að skella honum á safnhauginn.

Kaffikorgur er frábær blómanæring
Gott er að blanda kaffikorgi við moldina hjá pottaplöntunum þínum. Vertu viss um að þú skolir hann fyrst með vatni.

Losna við ólykt af höndum
Lykt af lauk og hvítlauk á það til að loða við hendurnar í lengri tíma eftir að matreiðslu lýkur. Tilvalið er að nudda hendurnar með kaffikorgi til að losna við ólyktina.

Losna við ólykt úr ísskápnum
Korgurinn er ekki bara tilvalinn til að losa þig við ólykt af höndunum, heldur getur hann einnig gagnast í baráttunni við óæskilega lykt úr ísskápnum. Þurrkaðu korginn, komdu fyrir í skál og skelltu í ísskápinn. Hann mun fljótlega vinna á fnyknum.

Lagfæra rispur á húsgögnum
Dökki liturinn í korgi er tilvalinn til að fela grunnar rispur í húsgögnum. Skelltu smá kaffikorgi á húsgagnið og láttu standa í 10 mínútur, eða svo, þurrkaðu svo af með tusku.

Fleiri ráð má lesa á vef Tasting Table

Það er tilvalið að nýta kaffikorginn sem fellur til á …
Það er tilvalið að nýta kaffikorginn sem fellur til á heimilinu. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda