„Auðvitað þarf alltaf að gera málamiðlanir“

Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir skipa …
Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir skipa eitt teymið sem List á landamæra setti saman fyrir HönnunarMars. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

List án landamæra tekur þátt í HönnunarMars í ár og í tilefni þess voru þrjú teymi sett saman fyrir sýningu á Hlemmi Square. Eitt teymið skipar Atli Viðar Engilbertsson, sem kjörinn var Listamaður Listar án Landamæra árið 2013, og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir. Þau Atli og Helga hafa undanfarnar vikur unnið saman að verkum sem sýnd verða á sýningunni.

„Ég nálgaðist verkefnið þannig að skoða verk og hugmyndir Atla og þróa vöru út frá því. Atli sendi mér handrit af söngleikjum og kvikmyndum, auk mynda af pappadömum og pappalistaverkum. Atli hafði hannað búninga fyrir persónur eins söngleiksins sem kallast Svava og sveitungarnir sjö. Búningarnir voru skreyttir áhugaverðu mósaík-munstri sem við enduðum á að vinna út frá,“ segir Helga. Afraksturinn eru bolir og slæður sem hannaðar eru út frá búningahönnun Atla. „Textílprentun Íslands sá um að prenta mynstrin á silki og bómullarefni sem notuð eru í boli, slæður og jafnvel eitthvað fleira. Ásamt bolunum og slæðunum sýnum við líka glænýja pappadömu.“

Atli og Helga segjast hafa nálgast samstarfið með opnum huga og þess vegna hafi allt gengið vel. „Auðvitað þarf alltaf að gera málamiðlanir, sem er eðlilegt í samstarfi þar sem tvö ólík sjónarhorn mætast,“ segja þau Helga og Atli.

Sýning sem þessi opnar margar dyr fyrir listamenn

Atli segir spennandi að taka þátt í HönnunarMars. „Hátíðin er stór á landsvísu og er fjölþjóðleg með gestum og þátttakendum erlendis frá. Það opnar möguleika á spjalli við erlenda viðskiptaaðila,“ segir Atli. „Ég samdi líka fyrsta titillag Hönnunarmars, þeir sem hafa heyrt það eru spenntir. Vonandi fá gestir HönnunarMars tækifæri til að heyra lagið í lifandi flutningi við setningu sýningarinnar.“

Þau Atli og Helga eru sammála að sýningin hafi mikla þýðingu fyrir þátttakendur. Að mati Atla er það að fá að hitta fólk sem hefur áhuga á viðskiptum hafa mesta þýðingu fyrir hann. „Hérna skapast nýr vettvangur skapa og koma sköpunarverkum á framfæri.“

mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda