Unnu undir þemanu „leturverk“

Hópurinn Tákn og teikn samanstendur af átta konum. Það eru …
Hópurinn Tákn og teikn samanstendur af átta konum. Það eru þær Kristín Þorkelsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Soffía Árnadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Elsa Nielsen, Helga Gerður Gísladóttir og Sigríður Rún.

Hópurinn Tákn og teikn mun halda samsýningu á Mokka-Kaffi í tilefni af HönnunarMars. Hópinn skipa átta myndlistar- og hönnunarmenntaðar konur á breiðu aldursbili. Það eru þær Kristín Þorkelsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Soffía Árnadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Elsa Nielsen, Helga Gerður Gísladóttir og Sigríður Rún.

„Hugmyndin að hópnum var að skapa vettvang til að hittast, deila hugmyndum og halda sýningar og hefur undirbúningur sýningarinnar staðið yfir síðan í haust en þá var hópurinn stofnaður. Aldursbil félaga er breitt sem og reynsla þeirra en það gerir samstarfið þeim mun meira gefandi og áhugavert. Stóra sameiginlega áhugamálið er hönnun og list og það er hvetjandi að gefa sér tíma, í amstri dagsins, til að hittast, finna ögrandi markmið og ekki síst til að skapa sín eigin tækifæri. Það er ómetanlegt að hitta „kollega“ á þessum skemmtilegu og faglegu forsendum,“ segir Sigríður Rún.

„Þemað á sýningunni á Mokka á HönnunarMars er „leturverk“ í sinni víðustu túlkunarmynd,“ útskýrir Sigríður Rún. Hún segir verk sýningarinnar vera ólík og sýna vel um hversu fjölbreyttan hóp er að ræða. „Leturverk er fyrsta sýning hópsins en við vonumst til þess að samstarfið leiði af sér fleiri frjó samstarfsverkefni eftir því sem við kynnumst betur og hópurinn eflist.“

Sigríður Rún mun sýna verk á Mokka-kaffi ásamt sjö öðrum.
Sigríður Rún mun sýna verk á Mokka-kaffi ásamt sjö öðrum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda