Arnar Gauti gerir mikið úr litlu

Arnar Gauti Sverrisson.
Arnar Gauti Sverrisson. mbl.is/Golli

Arnar Gauti Sverrisson fékk það verkefni á dögunum að breyta veitingastaðnum Verbúð 11 Lobster & Stuff. Staðurinn var upphaflega hannaður af Elínu Þorsteinsdóttir arkitekt. Eigendur staðarins, Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal, vildu breyta stemningunni og því var kallað í Arnar Gauta sem er sérfræðingur í að gera mikið úr litlu. 

„Jón Arnar og Jón Gunnar vildu fá meiri hlýleika inn á staðinn og hafa hann örlítið meira „stylish“,“ segir Arnar Gauti í samtali við Smartland Mörtu Maríu.  

Þegar Arnar Gauti er spurður að því hvernig staðurinn Verbúð 11 hafi verið þegar hann fékk það verkefni að breyta honum segir hann að það hafi verið nýbúið að standsetja staðinn.  

„Það var áður til staður sem hét Verbúð 11, það var búið að taka allt í gegn þar og húsnæðið nýstandsett. Þetta var gömul saltverkun áður og það var alveg búið að snýta því þannig að ramminn var til staðar sem var auðvelt að vinna með. Það vantaði mikið inn í þetta consept þeirra, það vantaði meiri hlýleika og að gera staðin töff sem myndi haldast í hendur við þeirra hugmyndir varðandi mat og stemningu. Ég byrjaði á að setja staðinn í nýjan lit og svo vann ég mikið með veggfóður, öll borð voru endurgerð ásamt ljósapælingum og húsgagnavali,“ segir hann. 

Hvað hafðir þú í huga þegar þú byrjaðir að hefjast handa?

„Það var aðallega að vinna frá hugmyndinni sem staðurinn á að standa fyrir. Jón Arnar og Jón Gunnar vildu sérhæfa sig í humarréttum en á sama tíma vildu þeir ekki að staðurinn hefði þann stimpil að vera rándýr. Á staðnum er „brassery & bistro“ stemning. Þannig að ég vildi hafa létt en svalt andrúmsloft sem stýrði vali á öllum efnum sem ég setti þarna inn. Síðan var Jón Gunnar Geirdal með geggjaðar tónlistarpælingar en á staðnum er boðið upp á „late 70s & 80’s“ tónlist. Við vildum hafa staðinn svalan en á sama tíma hráan en hlýlegan. Við náðum því alveg 100% að mínu mati.“ 

Arnar Gauti er mjög hrifinn af veggfóðri og notaði það grimmt á Verbúð 11 Lobster & Stuff.   

„Mig hefur alltaf dreymt um að geta notað þetta veggfóður í verkefni. Ég notaði veggfóður frá fyrirtæki sem heitir NLXL og er í allgjöru uppáhaldi hjá mér. Ég fékk frjálsar hendur frá eigendum að nota það.

Þessi týpa sem ég notaði á stóran hluta staðarins heitir Brooklyn tins by Mercy og er hannað í samstarfi við Daniel Rozensztoch 2art director Merci í París. Mér finnst það stórfenglega fallegt. Þegar þú horfir á veggfóðrið langar þig að koma við það þar sem það lítur út fyrir að vera ekta járnflísar. Ég notaði síðan aðra týpu á barinn uppi sem var sérsmíðaður og þar notaði ég veggfóður sem heitir Scrap wood og lítur út eins og gamlar litaðar spýtur. Ég fékk þessi veggfóður hjá Lýsing & Hönnun Skipholti, þar er hægt að sjá prufur af allri línunni frá NLXL.“

Arnar Gauti sá ekki bara um að veggfóðra staðinn að innan heldur „proppsaði“ hann staðinn upp eins og hann segir sjálfur.  

„Ég sá um að „proppsa“ upp allan staðinn og setti inn mikið af gömlum trékössum með hlutum í. Það er svolítið í anda Jame Oliver sem var við hæfi þar sem yfirkokkurinn hefur unnið fyrir Jamie Oliver. Síðan kom ég að útliti starfsfólks & létum við sérútbúa svuntur úr gallaefni sem voru saumaðar hjá Kormáki og Skildi. Allir þjónarnir eru í strigaskóm við frá Convers. Ég reyndi að nýta það sem var til staðar að einhverjum hluta en við skiptum út lýsingu hér og þar. Eitt uppáhaldsljósið mitt hangir yfir barnum niðri og er eins og það sé unnið úr gömlum ofnum. Ég er ákaflega stoltur af barstólunum sem ég keypti inn á staðinn. Það er skatan eftir Halldór Hjálmarsson sem var hönnuð 1959. Þessi stóll finnst mér stórkostleg hönnun og fékk ég hann sérsmíðaðan í barhæð fyrir Verbúð 11 Lobster & Stuff enda vel við hæfi að hafa skötuna við sjóinn.“

Dagleg störf Arnars Gauta eru í Húsgagnahöllinni þar sem hann selur húsgögn og veitir ráðgjöf. Auk þess tekur hann að sér aukaverkefni.  

„Í Húsgagnahöllinni eru verkefnin mjög skemmtileg enda margir í flottum verkefnum sem leita til okkar þar sem við erum með aðgang að öllu sem þú þarft í gegnum heildsöluna GER. Þar fyrir utan er ég búinn að vera í þróun á www.sirarnargauti.is og margar nýungar að líta dagsins ljós þar á næstu 2 mánuðum. Einnig er ég mikið í persónulegri ráðgjöf fyrir einstaklinga sem vilja fá hugmyndir eftir að hafa keypt nýtt eða eru að breyta eldri eignum og þurfa kannski hugmyndir og þá get ég oft bent þeim í réttar áttir með litlum tilkostnaði.“

Hillurnar á staðnum skapa mikinn hlýleika.
Hillurnar á staðnum skapa mikinn hlýleika. mbl.is/Golli
Veglegar vínhillur.
Veglegar vínhillur. mbl.is/Golli
Barinn á efri hæðinni.
Barinn á efri hæðinni. mbl.is/Golli
Barinn á efri hæðinni er hrár.
Barinn á efri hæðinni er hrár. mbl.is/Golli
Arnar Gauti lét veggfóðra Verbúð 11 Lobster & Stuff að …
Arnar Gauti lét veggfóðra Verbúð 11 Lobster & Stuff að hluta til. mbl.is/Golli
Veggfóðrið sem Arnar Gauti valdi er skemmtilega öðruvísi.
Veggfóðrið sem Arnar Gauti valdi er skemmtilega öðruvísi. mbl.is/Golli
Hér sést grófi hilluveggurinn betur.
Hér sést grófi hilluveggurinn betur. mbl.is/Golli
Hlýleikinn er hér við völd og veggfóðrið setur svo sannarlega …
Hlýleikinn er hér við völd og veggfóðrið setur svo sannarlega svip á rýmið. mbl.is/Golli
Með réttri lýsingu og litavali er hægt að breyta stemningu …
Með réttri lýsingu og litavali er hægt að breyta stemningu á núll einni. mbl.is/Golli
Veggfóðrið er afar vel heppnað.
Veggfóðrið er afar vel heppnað. mbl.is/Golli
Það kemur vel út að blanda saman ólíkum ljósum.
Það kemur vel út að blanda saman ólíkum ljósum. mbl.is/Golli
Hér er aldeilis hægt að hafa það huggulegt.
Hér er aldeilis hægt að hafa það huggulegt. mbl.is/Golli
Hér sjást ljósin betur í miðrýminu.
Hér sjást ljósin betur í miðrýminu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda