Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína og barnanna á sölu. Íbúðin er í hjarta vesturbænum, við Ásvallagötu. Íbúðin er 104 fm að stærð og stendur í reisulegu steinhúsi sem byggt var 1927.
Eldhúsið í íbúðinni er ákaflega smekllegt en þar mætist eik og burstað stál. Stór eyja setur svip sinn á eldhúsið og skapar góða stemningu - bæði hversdags og spari.
Í íbúðinni mætist nýr og gamall tími - antíkhúsgögn í bland við nýrri þannig að blandan verður heillandi.
HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar.