Oliver Luckett keypti Kjarvals-húsið

Stofan var ætluð sem vinnustofa fyrir Jóhannes Kjarval.
Stofan var ætluð sem vinnustofa fyrir Jóhannes Kjarval.

William Oliver Luckett festi kaup á Kjarvals-húsinu en það vakti athygli þegar húsið var auglýst til sölu í lok árs. Luckett er bandarískur viðskiptamaður, listaverkasafnari og var framkvæmdastjóri theAudience sem hjálpar stjörnum í Hollywood að koma sér á framfæri í gegnum samfélagsmiðla. Hann hefur til dæmis unnið töluvert fyrir Björk okkar og á listaverk eftir marga að þekktustu listamönnum Íslands. Listaverkasafn Luckett ætti að fá að njóta sín á Sæbraut 1 en húsið var sérsmíðað undir Jóhannes Kjarval. 

Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni og var það byggt með það markmið að það færi sem best um listamanninn í húsinu. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum hinsvegar ekki að flytja inn í það. Högni Óskarsson og eiginkona hans, Ingunn Ósk Benediktsdóttir, festu kaup á húsinu 1991 en seldu Luckett húsið 23. febrúar síðastliðinn. 

Húsið er teiknað af Þor­valdi S. Þor­valds­syni arki­tekt. Hann teiknaði húsið með sérþarf­ir Kjar­val í huga. Stofa húss­ins var til dæm­is ætluð sem vinnu­stofa lista­manns­ins en hún er 110 fm að stærð með fimm metra loft­hæð. Í stof­unni eru risa­stór­ir glugg­ar með út­sýni út á haf. Í þessu rými er al­ger­lega ein­stök birta sem hægt er að stilla með viðarflek­um.

Húsið er 443 fm að stærð og var byggt 1969. Í hús­inu eru sex her­bergi, ar­inn, stór­ar stof­ur og ein­stakt út­sýni út á haf en húsið stend­ur á sjáv­ar­lóð.

Fram­an við húsið til suðurs er hlaðin bryggja úr grjóti, sem byggð var af út­gerðarfé­lag­inu Kveld­úlfi í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, en það fé­lag var í eigu Thors Jen­sen og af­kom­enda hans. Hlaðinn grjót­kant­ur af­mark­ar garðinn frá fjör­unni og skap­ar skemmti­lega um­gjörð. Húsið fékk sér­staka um­hverfis­viður­kenn­ingu frá Seltjarn­ar­nes­bæ árið 2014.

Útsýnið úr stofunni er einstakt.
Útsýnið úr stofunni er einstakt.
Gluggaveggurinn er fallegur.
Gluggaveggurinn er fallegur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda