Flottasta húsið í Kópavogi

Hanna Stína hefur aldrei hannað jafn stóra eyju og er …
Hanna Stína hefur aldrei hannað jafn stóra eyju og er í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Í Kór­a­hverf­inu í Kópa­vogi býr fimm manna fjöl­skylda í 400 fm ein­býl­is­húsi. Húsið fékk á dög­un­um viður­kenn­ingu frá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Kópa­vogs fyr­ir hönn­un á hús­inu að utan. Húsið er þó ekki bara glæsi­legt að utan held­ur afar fal­legt að inn­an. Það þarf ekki að skoða þetta heim­ili vel til að sjá að það er hugsað út í hvert smá­atriði í hönn­un­inni. 

Veggfóðrið var sérpantað frá París. Innréttingarnar eru úr hnotu og …
Vegg­fóðrið var sér­p­antað frá Par­ís. Inn­rétt­ing­arn­ar eru úr hnotu og hvít­ar sprautulakkaðar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Inn­an­húss­arki­tekt­inn Hanna Stína hannaði húsið að inn­an. Þegar við mætt­um í inn­lit hjá hjón­un­um í Kópa­vog­in­um sagðist inn­an­húss­arki­tekt­inn aðeins hafa fengið tvenn fyr­ir­mæli áður en hún byrjaði að teikna; að húsið ætti að vera flott­asta húsið í Kópa­vogi og að hnota ætti að vera í aðal­hlut­verki.
Í forstofunni er sérsmíðaður bekkur og fataskápar.
Í for­stof­unni er sér­smíðaður bekk­ur og fata­skáp­ar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

„Hanna Stína var að vinna fyr­ir okk­ur í annað sinn og þekkti stíl­inn okk­ar vel. Því hafa hug­mynd­ir okk­ar og henn­ar slíp­ast vel sam­an í þessu húsi,“ seg­ir hús­móðirin.

Þegar inn í húsið er komið tek­ur sjarmer­andi for­stofa við með brún­um skáp­um úr hnotu og fal­leg­um bekk. Bakið á bekkn­um er bólstrað upp í loft. For­stof­an og gang­ur­inn eru aðskil­in með renni­h­urð sem er einnig úr hnotu. Eng­ar höld­ur eru á tré­verk­inu í hús­inu held­ur eru hurðir opnaðar með inn­byggðum grip­um. Stig­inn niður á neðri hæðina er áber­andi en vegg­ur­inn meðfram stig­an­um er klædd­ur með trél­ista­verki sem Hanna Stína hannaði í sam­ráði við hús­ráðend­ur og smið. Verkið er úr sprautu­lökkuðu mdf-i og minn­ir einna helst á stuðlaberg.

Hér mætist hnota og steinninn á borðplötunni með geirskurði.
Hér mæt­ist hnota og steinn­inn á borðplöt­unni með geirsk­urði. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

„Ætli þessi vegg­ur hafi ekki verið mesti haus­verk­ur­inn en hann var tölu­vert lengi í fæðingu. Vegg­ur­inn átti að vera eins og lista­verk. Ég er mjög ánægð með út­kom­una enda er vegg­ur­inn eins og risa­stórt lista­verk,“ seg­ir Hanna Stína.

Hanna Stína fékk verk­efnið á meðan arki­tekt­inn Björg­vin Hall­dórs­son var að klára við að teikna húsið. Eig­andi húss­ins er bygg­inga­verktaki og seg­ir Hanna Stína að sam­starfið hafi verið afar far­sælt þar sem hann hafi keyrt það áfram af mik­illi rögg­semi.

Eld­húsið og stof­an tengj­ast á efri hæðinni. Í eld­hús­inu mæt­ast hnota og sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar. Hanna Stína seg­ist sjald­an hafa gert aðra eins eyju og sé í eld­hús­inu. Hún bend­ir á að eyj­an sé sér­stök að því leyt­inu til að steinn­inn á borðplöt­unni mæti hnotu og var geirsk­urður notaður til að full­komna verkið. Í eld­hús­inu er líka einn vegg­ur sem vegg­fóðraður er með leður­vegg­fóðri. Hanna Stína hnaut um vegg­fóðrið sem er frá Élit­is á hús­gagna­sýn­ingu í Par­ís og pantaði það í gegn­um Bólstr­ann á Lang­holts­vegi. Hús­móðirin á heim­il­inu valdi lit­inn en hann pass­ar ákaf­lega vel við hnot­una og hvítu sprautu­lökkuðu inn­rétt­ing­arn­ar. Meðfram sægræna veggn­um er skenk­ur þannig að skápapláss er ansi ríf­legt í eld­hús­inu.

Tvö Noguchi borð úr Pennanum og tvö Secto ljós úr …
Tvö Noguchi borð úr Penn­an­um og tvö Secto ljós úr Mód­ern spila vel á móti hús­gögn­um frá Alter London. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Fyr­ir fram­an eld­húsið er eld­hús­borð/​borðstofu­borð úr eik. Glugg­arn­ir í borðstof­unni og stof­unni ná niður í gólf sem hent­ar vel því úr hús­inu er út­sýni yfir Kópa­vog og all­an fjalla­hring­inn. Í stof­unni eru tveir leður­sóf­ar sem Hanna Stína lét sér­smíða í Lund­ún­um hjá fyr­ir­tæk­inu Alter London. Borðstofu­stól­arn­ir koma líka frá sama fyr­ir­tæki og líka bar­stól­arn­ir í eld­hús­inu.

Heimaskrifstofan er hugguleg. Legubekkurinn er frá Alter London.
Heima­skrif­stof­an er huggu­leg. Legu­bekk­ur­inn er frá Alter London. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Í stof­unni eru tvö Noguchi-borð sem fást í Penn­an­um og tvö Secto-ljós úr Mód­ern. Þetta fer allt ákaf­lega vel við par­ketið sem kem­ur frá Agli Árna­syni.

„Ég er mjög ánægð með út­kom­una og heild­ar­mynd­in spil­ar vel sam­an. Það er alltaf gam­an að fá að hanna bæði inn­rétt­ing­ar og velja hús­gögn inn á heim­ili,“ seg­ir Hanna Stína.

Gaflinn í hjónaherberginu er hannaður af Hönnu Stínu en smíðaður …
Gafl­inn í hjóna­her­berg­inu er hannaður af Hönnu Stínu en smíðaður af Alter London. Hann set­ur mik­inn svip á her­bergið. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Úr stofunni er magnað útsýni yfir Kópavog.
Úr stof­unni er magnað út­sýni yfir Kópa­vog. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Sturtuglerið er úr Glerborg.
Sturtuglerið er úr Gler­borg. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Tréveggurinn er eins og listaverk og skapar mikinn wow faktor …
Tré­vegg­ur­inn er eins og lista­verk og skap­ar mik­inn wow fa­ktor í hús­inu. Hann er hug­vit Hönnu Stínu, smiðsins og hjón­anna sem eiga heima í hús­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Takið eftir lýsingunni í speglinum. Hann kemur frá Glerborg.
Takið eft­ir lýs­ing­unni í spegl­in­um. Hann kem­ur frá Gler­borg. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Hér fær hnotan að njóta sín í félagi við brún …
Hér fær hnot­an að njóta sín í fé­lagi við brún leður­hús­gögn. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Sófinn kemur frá Alter London.
Sóf­inn kem­ur frá Alter London. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Baðherbergið er fallega skipulagt.
Baðher­bergið er fal­lega skipu­lagt. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Horft úr stofunni inn í eldhús. Tvö Secto ljós úr …
Horft úr stof­unni inn í eld­hús. Tvö Secto ljós úr Mód­ern setja svip sinn á stof­una. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda