Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti og Hjalti Axel Yngvason hafa sett fantaflotta íbúð sína við Brekkustíg á sölu. Hulda Halldóra vakti athygli þegar hún var andlit Bláa lónsins í herferðinni, Fegurðin kemur að innan.
Íbúðin er 102 fm að stærð og hafa þau Hulda Halldóra og Hjalti Axel staðið í ströngu við að gera íbúðina upp. Stofan og eldhúsið renna saman í eitt. Grá sprautulökkuð háglansandi innrétting prýðir eldhúsið og er veggurinn fyrir ofan innréttinguna flísalagður í hólf og gólf.
Mikið af tekkhúsgögnum prýða íbúðina og má segja að litavalið í stofunni sé alveg sérvalið við tekkið. Þessi blái litur fer nefnilega ákaflega vel við þennan rauðbrúna tekklit.
Heildarmyndin á íbúðinni er góð en Brekkustígur er í hjarta Vesturbæjarins, rétt við Bræðraborgarstíg og Sólvallagötu. Stutt er í menningarlíf borgarinnar en þó er íbúðin langt frá skarkala næturlífsins.