Davíð Helgason keypti húseignina Suðurgötu 31 af Braga Ólafssyni skáldi og Sigrúnu Pálsdóttur sagnfræðingi. Fasteignamat hússins er rúmlega 73 milljónir. Davíð er sonur Sigrúnar Davíðsdóttur fréttamanns RÚV í Lundúnum en hann er líka hálfbróðir Egils Helgasonar sjónvarpsmanns.
Húsið var byggt 1927 og stendur á heillandi stað í miðbæ Reykjavíkur. Í eldhúsinu er nýleg hvít sprautulökkuð innrétting og veggir málaðir í fallegum bláum lit sem skapar notalegt andrúmsloft. Á baðherberginu á efstu hæð er búið að flísaleggja í hólf og gólf með marmara. Það skapar ákveðinn glæsileika.
Frétt af Smartlandi: Bragi og Sigrún selja húsið
Davíð hefur gert það gott í tækniheiminum en hann er framkvæmdastjóri Unity Technologies sem framleiðir vörur fyrir tölvuleikjaframleiðendur og líka fyrir snjallsíma. Fyrirtækið stofnaði hann 2003.
Kjarninn sagði frá því 2014 að fyrirtækið væri metið á 240 milljarða.