Ólöf Pálsdóttir selur höllina

Myndhöggvarinn Ólöf Pálsdóttir hefur sett sögufrægt hús sitt, við Nesveg 101, á sölu. Húsið er stórt og virðulegt á þremur hæðum og rishæð. Úr húsinu er sérstaklega fallegt útsýni en það stendur á stórri lóð. 

Húsið var byggt árið 1927 og teiknað af af Sigurði Guðmundssyni arkitekt. 

„Húsið er á þremur hæðum, auk rishæðar. Aðalinngangur er inn á miðhæðina og skiptist hún í; forstofu með fataskápum, snyrtingu, eldhús og þrjár stofur. Efri hæðin skiptist í; fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Rishæðin skiptist í; herbergi og geymslur. Kjallarinn skiptist í; íbúð, forstofuherbergi með útgangi út á lóðina, þvottahús og geymslur. Sér inngangur er á jarðhæðina/kjallarann.
Húsið er með mikilli lofthæð á efri hæðunum. Virðulegur stigi er úr holinu upp á efri hæðina. Bílskúr á lóðinni er ca. 27 fm. Væntanlegum kaupendum er bent á að skoða eignina vel, komið er að ýmsu viðhaldi,“ segir á vef Kjöreignar. 

Frétt af fasteignavef mbl.is: Nesvegur 101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda