Andri Már stendur í stórræðum

Miklar framkvæmdir eru í gangi við hús Andra Más Ingólfssonar …
Miklar framkvæmdir eru í gangi við hús Andra Más Ingólfssonar við Sólvallagötu 14. mbl.is/MM

Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic, stendur í miklum framkvæmdum við fjórlyft hús sitt við Sólvallagötu 14 í Reykjavík. Þetta er ekki eina húsið sem hann á í götunni því hann er einnig skráður eigandi fyrir Sólvallagötu 2. Húsið við Sólvallagötu 2 hefur verið í eigu hans síðan 1998. Það hús er rúmlega 200 fm og er fasteignamat hússins um 100 milljónir.

HÉR er hægt að skoða Sólvallagötu 2 á Google Maps. 

Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic.
Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýja húsið hans Andra Más, sem stendur við Sólvallagötu 14 er meira en helmingi stærra en gamla húsið hans. Hann festi kaup á Sólvallagötu 14 í febrúar 2016. 

Húsið er skráð sem fjórar einingar og er samtals um 459 fm að stærð. Fasteignamat hússins í heild sinni er um 200 milljónir króna. 

Þessa dagana standa yfir miklar framkvæmdir við húsið og nánast allt á útopnu eins og sagt er. Þegar ljósmyndari var á ferðinni við Sólvallagötu voru þrír bílar merktir Smíðaverk fyrir utan húsið og augljóst að miklar framkvæmdir voru í gangi. 

Andri Már er þó ekki skráður með lögheimili á Sólvallagötu, hvorki á númer 14 né númer 2, því hann býr samkvæmt þjóðskrá í Sviss ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Franklínsdóttur.  

Húsið er fjórlyft.
Húsið er fjórlyft. mbl.is/MM
mbl.is/MM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda