Finnst þér gull inni á heimilinu vera eingöngu fyrir eldri frúr og furðufugla? Eða er það kannski bara fyrir greifa götunnar sem eru með allt of dýran smekk? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa. Gullið er það sem mun gefa öllum heimilum meiri glamúr í vetur og gullið mun framkalla meiri hlýleika. Gullið kemur með ferskan andblæ inn á heimilin enda passar það ansi vel við nútímastrauma í innanhússhönnun.
Bláir og grænir tónar verða áberandi inni á heimilinu á komandi vetri. Blómamunstur eru líka að koma aftur og svo er það gullið sem mun gera allt vitlaust. Þegar ég segi gull þá meina ég auðvitað brass, sem er gulllitað.
Og það eru allir að veðja á gullið. Sænska móðurskipið IKEA er um þessar mundir að fylla verslun sína af vörum úr gulli. Eins og gullrömmum, gullkertastjökum í ýmsum gerðum, glerkúplum með gullstand og lampafótum úr gulli.
Í haust verður stíllinn svolítið þannig að kaótíkin má njóta sín þannig að þeir sem eru ögn kaótískir í hugsun og smekk munu eiga góða tíma fyrir höndum. Guð blessi það!
Ertu að fylgja Smartlandi á Instagram?