170 milljóna einbýli við Skildinganes

Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes 17 í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. 

Eyjan er risastór og eru frontar á innréttingu sprautulakkaðir gráir og eru ílangar höldur á allri innréttingunni sem gerir hana smart. Á borðplötunum er svartur steinn. Hátt er til lofts í stofu og eldhúsi og mjög bjart. 

Risastórir gluggar mæta sjónsteypu og heillandi umhverfi á allan hátt. 

Það sem er skemmtilegt við húsið, nákvæmlega eins og það lítur út núna, er að persónulegur stíll fær að njóta sín. Það er augljóst að ekki hefur verið farið í eina verslun og allt keypt heldur er hlutum raðað upp á smekklegan og sómasamlegan hátt. Falleg listaverk, skrautmunir og antikhúsgögn blandast saman við klassíska hönnun eftir þekkta hönnuði. Útkoman heillar. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda